Rússar setja útflutningsbann á korn

Í síðustu viku hækkaði verð á korni um ein 70% í Rússlandi og nú hafa Rússar sett á útflutningsbann á korni. Þetta þýðir það að yfirvöld stjórna nú markaðnum með hámarkshagnað í huga. Ástæðan fyrir þessu eru þurrkarnir sem geysa í Rússlandi og Úkraínu en bæði löndin framleiða mikið af því korni sem selt er á heimsmarkaði. Heimsmarkaðsverð á korni hefur hækkað um 50% frá því í júní.
Áhrifin af útflutningsbanninu verða án efa hækkandi heimsmarkaðsverð sem aftur leiðir til hækkandi fóðurverðs. Íslenskir bændur mega því án efa búa sig undir hækkun á fóðurverði er innan tíðar.


back to top