Ríkisstuðningur við landbúnað hefur minnkað mikið

Ríkisstuðningur við landbúnað á Íslandi eða svokallaður PSE-stuðningur (Produced Subsidy Equivalent) hefur minnkað mikið á síðustu árum, m.a. vegna falls krónunnar. Með PSE-stuðningi er reynt að mæla ríkisstyrki og annan beinan stuðning við landbúnað sem og óbeinan stuðning eins og tollvernd. Það liggur í hlutarins eðli að gengi gjaldmiðla hefur mikil áhrif á þennan útreikning. Árið 2007 reiknaðist ríkisstuðningur um 60% á Íslandi, en samkvæmt skýrslu ESB um landbúnaðarmál, sem kynnt var á mánudag, nam hann 47% árið 2009. Sama ár var meðalstuðningur innan ESB 23%.

Dregið hefur úr styrkjum til landbúnaðar á seinni árum. PSE-stuðningur var um 40% í ESB á árunum 1986-88, en þá var hann um 80% á Íslandi. Sviss og Noregur eru þau lönd í Evrópu sem styrkja mest sinn landbúnað. PSE-stuðningur í Noregi er núna um 60%.


back to top