Reykjahlíð vermir toppsætið nú

Að loknu júníuppgjöri skýrsluhalds nautgriparæktarinnar eru meðalafurðir á árskú 5.335 kg eða nánast þær sömu og á síðasta almanaksári þegar þær voru 5.342 kg. Á Suðurlandi eru afurðir eftir árskú að loknu júní-uppgjöri 5.444 kg eða 20 kg meiri en á síðasta almanaksári.
Hæsta meðalnyt er á búinu Reykjahlíð á Skeiðum, 7.834 kg á árskú. Næsta bú í röðinni er Kirkjulækur í Fljótshlíð en þar eru meðalafurðir árskúa 7.823 kg. Hóll í Sæmundarhlíð er hið þriðja í röðinni með 7.796 kg á árskú.
Afurðahæsta kýr síðastliðna 12 mánuði er Hófý 400 í Keldudal í Hegranesi með 11.690 kg mjólkur. Önnur í röðinni er Grása 438 í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með 11.487 kg og sú þriðja er Blíða nr. 1151 á búi Lífsvals í Flatey í Hornafirði en hún hefur mjólkað 11.398 kg sl. 12 mánuði.

Niðurstöður skýrsluhaldsins á vef BÍ


back to top