Reykjahlíð gefur toppsætið ekki eftir

Uppgjör febrúar-mánaðar í skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar hefur verið birt á vef Bændasamtakanna. Afurðir eftir árskú hafa heldur lækkað frá því um áramót og eru nú 5.116 kg/árskú. Sama þróun hefur orðið á Suðurlandi þar sem afurðir eftir árskú reiknast nú 5.394 kg.
Skýrsluskil eru mjög góð eða 97% á landinu öllu. Hér á Suðurlandi eru skýrsluskil best í A-Skaft. eða 100%. Síðan koma Árnessýsla og V-Skaft. með 97% og Rang. með 95%.
Afurðir eru sem fyrr mestar í Skagafirði en Snæfellingar koma þar mjög skammt á eftir.
Reykjahlíð trónir enn á toppnum á lista yfir afurðahæstu búin með 7.700 kg/árskú en Daníel í Akbraut er í fjórða sæti á landsvísu og Kirkjulækur í því sjötta.

Örk 166 Almarsdóttir 900149 í Egg í Hegranesi er sem fyrr afurðahæsta kýrin með 12.531 kg. Efsta sunnlenska kýrin er í þriðja sæti á landsvísu. Þetta er Hespa 382 Óttadóttir 99029 á Reykhóli á Skeiðum en hún stendur nú í 11.562 kg.
Nánari upplýsingar er að finna á vef BÍ.


Niðurstöður skýrsluhaldsins


back to top