Páll Stefánsson fjallar um lungnasjúkdóma í sauðfé

Páll Stefánsson dýralæknir mætir á haustfundina í sauðfjárrækt sem verða í dag og á morgun föstudaginn 21. nóvember og fjallar m.a.  um lungnasúkdóma í sauðfé. Auk þess fjallar Fanney Ólöf Lárusdóttir hauststörfin. Sveinn Sigurmundsson fjallar um starfsemi Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands og Jón Viðar Jónmundsson um hrútakostinn. Eins og áður hefur komið fram verða fundirnir á Kirkjubæjarklaustri á Icelandair hótelinu í dag 20. nóvember. kl. 13.00. Um kvöldið verður svo fundur á Hótel Smyrlabjörgum kl.20.00. Föstudaginn 21.nóvember verður svo byrjað í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum kl. 14.00 og að lokum verður fundur kl. 20.00 í Þingborg.


back to top