Nýr formaður Samtaka ungra bænda

Aðalfundur Samtaka ungra bænda var haldinn 22. mars sl. í Úthlíð í Biskupstungum.  Á fundinum var kosin nýr formaður Einar Freyr Elínarson frá Sólheimahjáleigu í Mýrdal, en Jóhanna María Sigmundsdóttir, alþingismaður og fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér.  Þá voru þeir Ástvaldur Lárusson frá Núpi í Dýrafirði og Orri Jónsson frá Lundi í Lundareykjadal kosnir nýjir inn í stjórn en fyrir sátu þar þau Þórir Níelsson á Torfum og Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, Selfossi.  Gaman er að geta þess að Einar er barnabarn Einars Þorsteinssonar ráðunautar Búnaðarsambands Suðurlands um árabil og mörgum bændum á Suðurlandi vel kunnugur.   Nánar um nýja formannin og stefnu SUB má lesa á bbl.is og ungurbondi.is


back to top