Nýliðunarstyrkur í mjólkurframleiðslu

Í síðustu reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum kemur fram að 26,5 milljónir eru ætlaðar til nýliðunar í stétt mjólkurframleiðenda. Sækja skal um til Bændasamtakanna fyrir 15. október á sérstökum eyðublöðum eða á rafrænu formi. Styrkur getur numið allt að 5 milljónum króna við upphaf búskapar. Reglugerð og umsóknareyðublað um stuðning við nýliðun í mjólkurframleiðslu má nálgast hér.


back to top