Nýjung frá Fóðurblöndunni

Fóðurblandan hefur sett á markað geldstöðustamp og kurl, LIFELINE – Líflínu, sem er í 22,5 kg fötum eða 20 kg pokum. Að sögn Fóðurblöndunnar er um að ræða góða og hagkvæma lausn við bætiefnagjöf geldstöðunnar. Í tilkynningu frá Fóðurblöndunni segir meðal annars um Lifeline:

„Í geldstöðunni er kýrin að undirbúa sig fyrir mjaltaskeiðið ásamt því að kálfurinn er að þroskast. Fylgjan og vömbin eru að stækka og legvatnið eykst.  Rétt fóðrun á geldstöðunni dregur m.a úr efnaskiptasjúkdómum, doða og súrdoða.
LIFELINE inniheldur m.a Manan fjölsykrung(MOS) sem er langkeðja kolvetni unnið úr frumveggjum gersveppa sem styrkir ónæmiskerfið til muna ásamt auðugu magni af seleni og E vítamíni. Inniheldur einnig mjólkursykur sem er ekki bara góður orkugjafi heldur eykur hann á vambarstarfsemina vegna framleiðslu á örverupróteinum.
Inniheldur húðað sink sem styrkir heilbrigði júgursins og hornhimnu klaufarinnar. Einnig eru 3 gerðir af kopar sem vernda fyrir neikvæðum áhrifum af járni, molydenum og brennisteini.


Rétt hlutföll af vítamínum og steinefnum í LIFELINE jafnar út skort á efnum í grasi og heyi og eykur líkunar á að kýrin komist vel frá burði og eigi lífvænlegan kálf.


Mælt er með að gefa stampinn/kurlið 6 vikum fyrir burð og ekki skal gefa önnur stein- og snefilefni á meðan. Er með lágt kalsíuminnihald. 3 dögum fyrir burð er mælt með að gefa góðan skammt af kalsíum. Ráðlagður dagsskammtur er 150 gr pr.kú.


Athugið að ekki á að gefa LIFELINE mjólkandi kúm.“


Lifeline fæst í öllum verslunum Fóðurblöndunnar, á Selfossi, Hvolsvelli, Egilsstöðum og í Reykjavík. Einnig hjá samstarfsaðilum um allt land.
Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðunni www.fodur.is og í síma 570-9800.


back to top