Ný reynd naut til dreifingar í janúar

Nú er afkvæmadómi nauta fæddra 2005 lokið og að honum loknum munu koma 7 ný reynd naut úr þeim árgangi til dreifingar. Auk þess hefur verið ákveðið að setja 1 naut úr 2006 árgangi í dreifingu. Þau naut sem koma ný til dreifingar eru; Baugur 05026 frá Kotlaugum, Vindill 05028 frá Ytri-Tjörnum, Herkúles 05031 frá Bessastöðum, Frami 05034 frá Skúfsstöðum, Sússi 05037 frá Hóli, Röskur 05039 frá Brúnastöðum, Birtingur 05043 frá Birtingaholti 1 og Koli 06003 frá Sólheimum. Upplýsingar um þessi naut eru komnar á www.nautaskra.net.
Þá var ákveðið að nautsfeður næstu mánuði yrðu þeir Tópas 03027, Stássi 040224, Vindill 05028, Birtingur 05043 og Koli 06003.
Þau naut sem nú koma ný til dreifingar að loknum afkvæmadómi munu berast í kúta frjótækna við sæðisáfyllingu í janúar.

Sjá nánar:
www.nautaskra.net
Afkvæmadómar nauta


back to top