Niðurstöður jarðræktarrannsókna 2011 komnar út

Jarðræktarrannsóknir 2011, rit LbhÍ nr. 41, er komið út en í ritinu eru allar helstu niðurstöður jarðræktartilrauna á árinu 2011 auk yfirlits um tíðarfar og helstu veðurtölur á tilraunastöðvunum á Korpu og Möðruvöllum. Ritinu er raðað eftir efnisflokkum, þar sem byrjað er á veðurfari og sprettu. Fyrirferðamestu tilraunirnar á árinu 2011 voru í túnrækt – yrkjaprófanir í grasi og smára; í korni – prófanir á kynbótaefniviði byggs; og í matjurtum – yrkjaprófanir í útiræktun.
Sjá nánar:
Jarðræktarrannsóknir 2001, rit LbhÍ nr. 41


back to top