Niðurstöður afkvæmarannsókna fyrir sauðfjársæðingastöðvarnar 2012

Búið er að taka saman yfirlit um niðurstöður afkvæmarannsókna sem unnar voru vegna sauðfjársæðingastöðvanna haustið 2012. Um er að ræða niðurstöður afkvæmarannsókna sem framkvæmdar voru á Hjarðarfelli á Snæfellsnesi, á báðum búunum á Heydalsá, Hagalandi og Svalbarði í Þistilfirði, Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum og á Hesti.
Þessar rannsóknir skiluðu sex nýjum hrútum á stöð fyrir veturinn. Það er þeir; Birkir 10-893, Prúður 11-896 og Drífandi 11-895 sem eru hyrndir og kollóttu bekrarnir; Dolli 09-892, Strengur 09-891 og Kroppur 10-890.

Sjá nánar:
Afkvæmarannsóknir vegna sæðingastöðvanna haustið 2012


back to top