Nautið frá Brasilíu

Meira en helmingur af því nautakjöti sem flutt er til Færeyja kemur frá Brasilíu, en innflutningur á evrópsku nautakjöti er í sögulegu lágmarki. Þetta er viðsnúningur frá því sem var fyrir nokkrum árum, að sögn Hagstofu Færeyja.

Um árið 2000 var hlutdeild brasilísks kjöts í innflutningi til Færeyja lítil, en mest af nautakjötinu kom frá Nýja-Sjálandi og Evrópu. Síðan þá hefur hlutur Brasilíu snaraukist og er nú svo komið að aðeins 10% kjöts á diskum Færeyinga koma frá Evrópu. Þrátt fyrir að hafa lagt langan veg að baki er brasilíska kjötið ódýrast í innflutningi. Meðalverð þess er um 315 krónur íslenskar, en evrópskt og nýsjálenskt kjöt kostar að meðaltali nálægt 390 krónum.


back to top