Námskeið í dkBúbót á Selfossi

Haldið verður námskeið í notkun bókhaldsforritsins dkBúbót á Selfossi 16. febrúar næstkomandi frá 11.00-15.00 ef næg þátttaka næst. Skráningu lýkur föstudaginn 12.2. en nánari upplýsingar og skráningu má senda á netfangið jle@rml.is og í síma 516 5028 eða 563 0368.

Nánar um námskeiðið:

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi eitthvað unnið í kerfinu og að hver og einn komi með sína tölvu og fylgist með efni námskeiðsins í sínu bókhaldi. Farið verður nokkuð hratt yfir og ekki verður farið yfir færslur í dagbók en leiðbeiningar vegna færslna afhentar.
Námskeiðið er í 4 klst. eða 6 kennslustundir auk eftirfylgni allt að 2 tímar. Verð er 30.000 kr. Bændur geta fengið styrk úr starfsmenntasjóði (ath. fjárhæð og reglur).
Efnistök:
 Virðisaukaskattsuppgjör
 Skráning skuldunauta og lánadrottna
 Sölureikningar og vörur
 Uppsetning launþega og launakeyrslur
 Eignir og fyrningarskýrsla
 Landbúnaðarframtal

Námskeiðin verða líka á Hvanneyri, Akureyri og Egilsstöðum ef næg þátttaka næst.

Sjá nánar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins rml.is


back to top