Mjaltaþjónn á hjólum eða farmjaltaþjónn

Fram til þess hafa sjálfvirkar mjaltir eingöngu farið fram innandyra en nú er orðin breyting á. SAC, bændurnir Niels Skou og Anni og Brian Madsen ásamt landbúnaðarháskólanum í Árósum í Danmörku hafa þróað mjaltaþjón á hjólum eða farmjaltaþjón. Með þessari uppfinningu má nú færa mjaltaþjóninn milli beitarstykkja og sjálfvirkar mjaltir með beit verða mun auðveldari en áður.

Kúabú Brian Madsen er lífrænt og því leggur hann mikið upp úr dýravelferð, þ.m.t. að beita kúnum. Að sögn Brian vilja neytendur nútímans gæðavörur sem eru framleiddar eftir ströngustu kröfum hvað velferð dýra varðar. „Til þess að ná því vil ég beita mínum kúm eins mikið og mögulegt er“, segir Brian. Mjaltaþjónninn annar 100 kúm og hefur verið í notkun hjá Brian síðustu 3 mánuði.


back to top