Minkaskinn hækka í verði

Nú stendur yfir september-uppboð hjá Copenhagen Fur center og minkaskinn hafa selst vel. Verðið hefur hækkað um ein 17% frá því í júní og fóru skinn 51 USD eða kringum 3.500-3.600 ISK á uppboði í gær. Verðhækkunin er einkum tilkomin vegna aukinnar eftirspurnar frá Kínverjum og segir Erik Ugilt Hansen hjá Copenhagen Fur center að búast megi við að verðmetin frá 1985 verði slegin á ár. Kína og Hong Kong kaupa í dag verulegan hluta heimsframleiðslunnar af minkaskinnum og telja Danir þá kaupa um 80% þarlendrar framleiðslu en þeir framleiða um 40% allra minkaskinna í heiminum.
 
www.cfc.dk


back to top