Merki Landbúnaðarsýningar 2008

Landbúnaðarsýningin sem haldin verður á Hellu dagana 22.-24. ágúst n.k. hefur fengið sitt eigið merki. Merkið sýnir kornstrá innan í dráttarvéladekki og á að vera til merkis um að landbúnaður er XXX. Merkið nú er unnið upp úr merki Landbúnaðarsýningar 1978 sem haldin var á 70 ára afmæli Búnaðarsambands Suðurlands og þótti takast afar vel. Heiðurinn að úrvinnslu og hönnun merkisins á Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur BSSL og kynningarfulltrúi sýningarinnar.


back to top