LK telur líklegt að greiðslumark næsta árs verði skert

Að mati Landssambands kúabænda eru þó nokkrar líkur á að skerða verði greiðslumark næsta árs. Ástæðan er sú að sala á mjólkurvörum hefur dregist saman. „Sala á fitugrunni var 111,0 milljónir lítra og nemur samdrátturinn 0,5%. Greiðslumarkið nú eru 116 milljónir lítra og má hverjum kúabónda vera ljóst að ef afurðafyrirtækjunum tekst ekki að auka söluna verulega síðustu mánuði ársins, þá stefnir allt í að skerða þurfi greiðslumark mjólkurinnar,“ segir í frétt á heimasíðu Landssambands kúabænda.
Það sem af er ári hefur heildarframleiðsla mjólkur verið talsvert minni en framleiðsla síðasta árs. Fyrstu sex mánuði ársins nam framleiðslan 64,3 milljónum lítra en í fyrra nam hún 65,3 milljónum lítra. Munurinn er því 1,6%


back to top