Lífland lækkar verð á kjarnfóðri

Lífland tilkynnt um allt að 4% lækkun á verði kjarnfóðurs, mismunandi eftir tegundum, sem tekur gildi í dag fimmtudaginn 1. september 2011.
Ástæða verðbreytingarinnar er sögð vera lækkun á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar vegna nýrrar uppskeru.
Í tilkynningunni kemur einnig fram að þrátt fyrir lækkun á mörkuðum undanfarið séu miklar blikur á lofti á hrávörumörkuðum og enn óljóst hvert hráefnaverð stefnir á næstu vikum/mánuðum.


Lífland lækkar verð á kjarnfóðri

Lífland lækkar verð á kjarnfóðri um allt að 4% og tekur lækkunin gildi á morgun, mánudaginn 10. maí. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir lækkunin sé einkum tilkomin vegna hagstæðrar þróunar gengis á síðustu vikum.
(meira…)


Lífland lækkar verð á kjarnfóðri

Lífland hefur ákveðið að lækka verð á kjarnfóðri um 3-4% að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Ástæðan er að verð hráefna til fóðurgerðar á erlendum mörkuðum hefur lækkað nokkuð upp á síðkastið. Á sama tíma hefur þó gengisþróun íslensku krónunnar verið óhagstæð, en að öllu samanteknu, þá hefur núna myndast svigrúm til þessarar lækkunar kjarnfóðurs.
(meira…)


back to top