Kynbótasýningar hrossa 2010

Senn líður að kynbótasýningum og því rétt að kynna þær. Reiknað er með því að dómar standi samfleytt frá 10. maí til 11. júní. Sýningar á Suðurlandi verða að venju þrjár. Fyrsta sýningin verður í Víðidal í Reykjavík. Tvær dómnefndir verði að störfum á Sörlastöðum og Hellu. Stefnt er að sýningu í Hornafirði ef næg þátttaka fæst, lágmarks skráning er 15 hross.
Sýningar í umsjón Búnaðarsambands Suðurlands eru:

Víðidalur í Reykjavík dagana 10. til 14. maí
Tekið við skráningum í síma 480-1800 dagana 29.apríl til 3. maí


Sörlastaðir í Hafnarfirði dagana 17. til 28. maí
Tekið við skráningum í síma 480-1800 dagana 4. til 6. maí


Héraðssýning Gaddstaðaflötum dagana 31. maí til 11. júní
Tekið við skráningum í síma 480-1800 dagana 17. til 20. maí


Hornafjörður 1. til 2. júní
Tekið við skráningum í síma 470-8088/864-6487 dagana 26.og 27.maí


Það er um að gera að skrá tímanlega. Hægt verður að skrá hross til sýningar á heimasíðu Búnaðarsambandsins, www.bssl.is.


Frá árinu 2008 hefur verið leyfilegt að koma með hross einvörðungu í reiðdóm. Þ.e.a.s. eigandi getur valið að láta byggingardóm standa hafi hrossið verið dæmt fullnaðardómi á síðustu 60 dögum. Aðeins er val um síðasta dóm. Þau nýmæli verða tekin upp á vorsýningunum á Sörlastöðum og Gaddstaðaflötum (tvær yfirlitssýningar)  að mögulegt verður að koma með sama grip aftur til dóms á sömu sýningu. Tilgangurinn með breytingunni er að gefa möguleika á endursýningu á sama stað sýnist mönnum svo. Dæmi: Brúnka frá Brekku er sýnd í viku 1. Knapi telur að sýningin hafi mistekist. Knapi á tíma í viku 2 (annað skráð hross) og ákveður að koma á nýjan leik með Brúnku. Knapi/eigandi verður að eiga skráðan  tíma í viku 2 til að geta nýtt sér þennan möguleika sem þýðir að öllu jöfnu að annað þegar skráð hross verður af dómi. Hvað varðar verðlaunaveitingu yrði aftur litið svo á að um eina og sömu sýninguna væri að ræða.


Sýningargjald á hvert hross er 14.500 kr. Ef hross er einvörðungu skráð í byggingardóm eða hæfileikadóm er sýningargjaldið 10.000 kr. Það skal hins vegar skýrt tekið fram að nauðsynlegt er að geta þess um leið og hrossið er skráð að það eigi einungis að mæta í byggingardóm eða hæfileikadóm, ef það er ekki gert er litið svo á að það eigi að fara í fullnaðardóm. Hafi greiðsla ekki borist í síðasta lagi í lok síðasta skráningardags er viðkomandi hross ekki skráð í mót. Sýningargjöld er hægt að greiða á skrifstofu Búnaðarsambandsins að Austurvegi 1 á Selfossi eða inn á reikning  nr. 0152-26-1618, kt: 490169-6609. Ef greitt er í banka er mikilvægt að biðja bankann um að faxa strax greiðslukvittun til Búnaðarsambandsins, faxnúmerið er 480-1818. Mjög brýnt er að merkja greiðslu með númeri og nafni hrossins. Ef greitt er í gegnum netbanka vinsamlegast sendið greiðslukvittun á netfangið helga@bssl.is. Hægt er að greiða sýningargjöld með kreditkorti. Endurgreiðsla á sýningargjöldum kemur aðeins til greina ef látið er vita um forföll áður en viðkomandi sýning hefst. Ekki er um fulla endurgreiðslu að ræða heldur einungis 9.000 kr fyrir hross sem hefur verið skráð í fullnaðardóm en 6.000 kr fyrir þau hross sem hafa einungis verið skráð í byggingar eða hæfileikadóm.


Rétt er að minna á eftirfarandi:


1. Öll hross sem koma til kynbótadóms skulu vera grunnskráð í WorldFeng og einstaklingsmerkt.


2. Allir stóðhestar sem koma til dóms skulu vera DNA-greindir svo og foreldrar þeirra. Áður miðað við 5 vetra aldur og ekki þurfti að vera til DNA úr foreldrum.


3. Allir stóðhestar 5 vetra og eldri sem koma til dóms þurfa að skila inn vottorði  um að úr þeim hafi verið tekið blóðsýni. Ekki þarf að framvísa vottorði fyrir hesta sem þegar liggur fyrir í WF að búið er að taka blóð úr.


4. Röntgenmynda skal hækla stóðhesta. Röntgenmyndirnar er heimilt að taka af hestinum á því ári sem þeir verða fimm vetra. Hestur hlýtur ekki dóm nema myndataka hafi farið fram og niðurstöður liggi fyrir í Worldfeng.


5. Hófar mega ekki vera lengri en 9,0 cm. Undantekningar frá þessari reglu má gera þegar hæð á herðar mælist 137-144 cm, mælt með stangarmáli, en þá má hóflengd vera allt að 9,5 cm og ef hæðin er 145 cm eða meira má hóflengdin vera allt að 10,0 cm. Ekki má muna meira e  2 cm á lengd fram- og afturhófa.


6. Hámarksþykkt skeifna er 8 mm og hámarksbreidd 23 mm. Sama breidd skal vera á fram- og afturfótaskeifum en mest má muna 2mm í þykkt. Skeifurnar skulu vera samstæðar og úr samskonar efni.


Munið að láta taka DNA-sýni, blóðsýni og röntgenmynda með góðum fyrirvara fyrir sýningar. Reglur um kynbótasýningar má sjá hér á síðunni.


Halla Eygló Sveinsdóttir


Kynbótasýningar hrossa 2010

Senn líður að kynbótasýningum og því rétt að kynna þær. Reiknað er með því að dómar standi samfleytt frá 10. maí til 11. júní. Sýningar á Suðurlandi verða að venju þrjár. Fyrsta sýningin verður í Víðidal í Reykjavík. Tvær dómnefndir verði að störfum á Sörlastöðum og Hellu. Stefnt er að sýningu í Hornafirði ef næg þátttaka fæst, lágmarks skráning er 15 hross.
Sýningar í umsjón Búnaðarsambands Suðurlands eru:
Víðidalur í Reykjavík dagana 10. til 14. maí
Tekið við skráningum í síma 480-1800 dagana 29.apríl til 3. maí

Sörlastaðir í Hafnarfirði dagana 17. til 28. maí
Tekið við skráningum í síma 480-1800 dagana 4. til 6. maí

Héraðssýning Gaddstaðaflötum dagana 31. maí til 11. júní
Tekið við skráningum í síma 480-1800 dagana 17. til 20. maí

Hornafjörður 1. til 2. júní
Tekið við skráningum í síma 470-8088/864-6487 dagana 26.og 27.maí
(meira…)


back to top