Kynbótasýningar á vegum Búnaðarsambands Suðurlands

Senn líður að kynbótasýningum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu og ekki seinna vænna en að kynna hvar og hvenær tekið verður við skráningum. Að þessu sinni verður engin sýning í Kópavogi en sú sýning færist í Hafnarfjörðinn. Að öðru leyti er fyrirkomulag sýninganna svipað og í fyrra. Sýningin á Gaddstaðaflötum verður þó sennilega færri daga en venjulega þar sem þar verða tvö dómaragengi að störfum í einu. Sýningarnar verða sem hér segir:

Sörlastaðir í Hafnarfirði dagana 14. til 25. maí
Tekið við skráningum í síma 480-1800 dagana 30. apríl  til 4. maí

Héraðssýning Gaddstaðaflötum dagana 29. maí til 8. júní
Tekið við skráningum í síma 480-1800 dagana 14.  til 18. maí

Sörlastaðir í Hafnarfirði dagana 11. til 15. júní
Tekið við skráningum í síma 480-1800 dagana 29. maí til 1. júní.

Hornafjörður 8. júní
Tekið við skráningum í síma 470-8088 dagana 29. maí til 1. júní

Einnig er hægt að skrá hross til sýningar með því að smella hér.

Búnaðarsamband Suðurlands


back to top