Kornsláttur hafinn undir Eyjafjöllum

Kornsláttur hófst undir Eyjafjöllum nú fyrir mánaðmótin en samkvæmt heimildum BSSL var fyrsti akurinn þresktur í Stóradal þann 27. ágúst s.l. Að sögn Ragnars Lárussonar, bónda í Stóradal, var uppskeran lakari en í meðalári eða um 2,3 tonn/ha. af þurru korni. Kornið hafi hins vegar verið ágætlega þroskað, þó ekkert í líkingu við það sem var í fyrra. Ragnar sagðist hafa sáð í lok apríl og kornið hefði farið mjög vel af stað en um miðjan maí gerði kulda og þurrk sem dró mjög úr vexti og þroska kornsins.

Síðustu vikurnar hefur gæsin einnig verið erfið og segir Ragnar að hún hafi étið drjúgt af korni á verulegum hluta akursins.
Meðfylgjandi myndir tók Valur Gauti Ragnarsson.


back to top