Kornið skreið 1. júlí

Vel horfir með kornræktina á Stóra-Ármóti það sem af er en segja má að kornið hafi almennt skriðið þann 1. júlí. Það er óvanalega snemma sumars sem þetta gerist en ekki er óalgengt að korn skríði á bilinu 15. – 25. júli, nokkuð breytilegt eftir yrkjum. Ástæðan fyrir því hversu tímanlega kornið skríður er bæði yrkisvalið og sú staðreynd að aldrei fyrr hefur jafn snemma verið sáð korni á Stóra-Ármóti en í ár, en það var gert 18. – 20. apríl sl. Sáð var íslenska tveggja raða yrkinu Kríu í 15,5 ha og íslenska sex raða yrkinu Skúmi í 3,5 ha. Hvoru tveggja eru þessi yrki fremur fljótþroska enda til þess kynbætt af Jónatani Hermannssyni, sérfræðingi hjá LBHÍ.

Gera má ráð fyrir að kornið sé tilbúið og þreskingarhæft 6 – 8 vikum eftir skrið svo ætla má að hægt verði að skera kornið vel þroskað strax um mánaðarmótin ágúst/september ef engin óvænt áföll koma upp á.


Því má bæta við fyrir þá sem ekki vita að talað er um að korn skríði þegar kynsproti plöntunnar kemur upp úr slíðrinu (stönglinum).  Á kynsprotanum þroskast fræ plöntunnar en kornið sem sóst er eftir og bændur nýta sem fóður eru í raun fræ byggplöntunnar. Í fræjunum er fræhvíta sem gefur mikið  af kolvetnum enda er korn fyrst og fremst orkufóður.


Kornið skreið 1. júlí

Vel horfir með kornræktina á Stóra-Ármóti það sem af er en segja má að kornið hafi almennt skriðið þann 1. júlí. Það er óvanalega snemma sumars sem þetta gerist en ekki er óalgengt að korn skríði á bilinu 15. – 25. júli, nokkuð breytilegt eftir yrkjum. Ástæðan fyrir því hversu tímanlega kornið skríður er bæði yrkisvalið og sú staðreynd að aldrei fyrr hefur jafn snemma verið sáð korni á Stóra-Ármóti en í ár, en það var gert 18. – 20. apríl sl. Sáð var íslenska tveggja raða yrkinu Kríu í 15,5 ha og íslenska sex raða yrkinu Skúmi í 3,5 ha. Hvoru tveggja eru þessi yrki fremur fljótþroska enda til þess kynbætt af Jónatani Hermannssyni, sérfræðingi hjá LBHÍ.

(meira…)


back to top