Kjötsala dregst saman

Sala á kjöti hefur dregist saman um 3,9% á síðustu 12 mánuðum m.v. næstu 12 mánuði þar á undan samkvæmt yfirliti frá Bændasamtökum Íslands. Mestur er samdrátturinn í sölu hrossakjöts eða 11,9% en sala á kindakjöti hefur dregist saman um 6,5% Eina kjöttegundin sem heldur sínu er nautkjöt með 0,5% söluaukningu.
Á síðustu 12 mánuðum nemur heildarsala á kjöti rúmlega 23.000 tonnum og mest seldist af alifuglakjöti eða 6.926 tonn og er hlutdeild þess því 29,8%. Af svínakjöti seldust 6.008 tonn (25,8%) en kindakjötið er í þriðja sæti með 5.944 tonn eða 25,6% hlutdeild. Sala á nautakjöti nam 3.826 tonnum og hlutur þess á markaði er 16,5%. Hrossakjöt er síðan með 2,3% kjötmarkaðarins eða 537 tonna sölu á síðustu 12 mánuðum.

Sjá nánar:
Franleiðsla, sala og birgðir búvara, ágúst 2011


Kjötsala dregst saman

Í ágúst s.l. nam heildarsala á kjöti 1.982 tonnum sem er 3,2% minna en í ágúst í fyrra skv. yfirliti frá Bændasamtökum Íslands. S.l. 12 mánuði er heildarsala kjöts 24.384 tonn eða 4,1% minni en síðustu 12 mánuði þar á undan. Mestur er samdrátturinn í sölu kindakjöts eða 11,5%. Síðustu 12 mánuði nam sala þess 6.340 tonnum. Nautakjöt heldur nokkuð sinni sölu síðustu 12 mánuði, sala þess nam 3.691 tonnum sem er 0,7% samdráttur. Aukning er í sölu hrossakjöts á síðsutu 12 mánuðum um 14,7% og nam sala þess 703 tonnum. Þá hefur sala svínakjöts aukist um 5,5% og nam 6.631 tonni.
(meira…)


back to top