Kauptu dráttarvél og fáðu fría vélbyssu með…

Það kreppir greinilega víðar að hjá vélasölum en á Íslandi. Fáir ef nokkrir ganga þó lengra í að lokka til sín viðskiptavini en vélasölufyrirtækið „Carolina Tractor and Marine“ sem staðsett er í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á að allir viðskiptavinir sem kaupa dráttarvél eða mótorbát fá rússneska Kalashnikov AK-47 vélbyssu í kaupbæti. Kalashnikov-vélbyssan er trúlega þekktasta vélbyssa heims og er notuð af mörgum stærstu herjum í heimi og hefur að auki verið vinsæl meðal stærstu hryðjuverkasamtakanna sömuleiðis.

Einn eigenda „Carolina Tractor and Marine“ kallar tilboð fyrirtækisins  „win-win situation“, þ.e. til hagsbóta fyrir bæði kaupanda og seljanda, bóndinn fái jú á einu bretti bæði góða dráttarvél og góða byssu.

 „Okkur virðist að allir geti haft not fyrir fiskibát, pallbíl eða dráttarvél – og allir hafa líka not fyrir gott vopn til að vernda sjálfan sig og sína fjölskyldu“ segir einn af eigendum fyrirtækisins, Henry Jordan,  í samtali við veftímaritið farmersguardian.com.


Lögreglustjóri umdæmisins sem vélasölufyrirtækið starfar í hefur ekkert við þetta viðskiptamódel að athuga þar sem það varð löglegt fyrir einstaklinga að eiga vopn eins og Kalashnikov AK-47 með nýjum lögum frá árinu 2004.


Verðið á Kalashnikov AK-47 eru tæp 2.500 DK (60.000 ISK á núverandi gengi). Kaupandinn þarf þó að geta framvísað skotvopnaleyfi útgefnu í sýslunni.

Hugmynd fyrir íslensk vélasölufyrirtæki???


back to top