Jarðræktartilraunir á Stóra-Ármóti

Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Búnaðarsamband Suðurlands eru í samstarfi með áburðartilraunir sem hér segir:

Dreifingartími á mykju:
Mánuðina október til maí er dreift mykju, venjulega fyrstu daga hvers mánaðar. Þrír reitir eru með hvern dreifingartíma. Til að meta áhrifin eru einnig reitir sem fá mismunandi tilbúinn áburð (mismunandi magn af N, P og K) á venjulegum tíma. Það er einkum N sem skiptir máli í þessu sambandi, og því eru viðmiðunarskammtar margir, 0, 25, 60, 100, 125 og 150 kg N/ha. Fyrir P og K eru annarsvegar reitir án þessara efna og hins vegar með 20 kg P/ha og 80 kg K/ha.

N,P,K og S á tún:
Í þessari tilraun eru fjórir mismunandi skammtar af N (0, 50, 100 og 150 kg/ha), fjórir skammtar af P (0, 5, 15,og 25 kg/ha), fjórir skammtar af K (0, 25 , 50 og 75 kg/ha). Til að finna hvort þörf sé á brennisteinn eru bæði reitir sem fá og ekki S.


Í samskonar tilraun á Stóra-Ármóti sumarið 2009 fékkst uppskeruauki fyrir að auka N-skammt úr 100 í 150 kg/ha (þó efamál hvort það svaraði kostnaði), fosfór gaf engan uppskeruauka, né heldur brennisteinn, en kalísvörun var nokkur, a.m.k. fyrir allt að 50 kg/ha.


N,P,K og S á rýgresi:
Þessi tilraun er alveg eins og áburðartilraunin fyrir tún (sjá hér að ofan).


N,P og K til viðbótar niðurfelldri mykju:
Hér eru misstórir skammtar af N, P og K, þar með talið reitir sem fá engan áburð eða aðeins tvö af áburðarefnunum N,P og K. Niðurfellda mykjan var um 25 tonn/ha. Viðmiðunarreitir fá 0, 40 eða 80 kg N/ha, 0 eða 10 kg P/ha og 0 eða 30 kg K/ha


Athugun á niðurfellingu
Hér er borið saman að aka tækinu með niðurfellingarbúnaðinn á lofti, rispun án niðurfellingar, niðurfellingu og yfirbreiðslu (sem tókst heldur illa). Mykjumagnið var um 25 tonn/ha og ekki var borinn á neinn tilbúinn áburður.


back to top