Íslenskt þaraskyr kynnt á Sjávarútvegssýningunni

Íslenskt þaraskyr verður kynnt og fólk getur smakkað á Sjávarútvegssýningunni í Kópavogi laugardaginn 24. september, kl. 13-15. Þeir Jón Trausti Kárason og Kjartan Trauner hafa í samvinnu við Matís og fleiri þróað skyrið sem inniheldur þara af tegundinni Marínkjarna úr Breiðafirði. Auk Marínkjarnans inniheldur varan lífræna mjólk frá BioBú, íslensk aðalbláber, lífrænt blómahunang en engan viðbættan sykur né aukaefni.

Skyrið sigraði í íslensku Ecotrophelia keppninni og er því á leið í stóru keppnina sem fram fer í Köln 9. og 10. október nk.


back to top