Íslendingar á heimsmeistaramóti í rúningi

Nú stendur yfir heimsmeistaramótið í rúningi á Írlandi og í fyrsta skipti í sögunni eru Íslendingar meðal þátttakenda.  Mótið hefur verið haldið víðsvegar um heiminn í meira en 30 ár og er keppt í vélrúningi, ullarflokkun og rúningi með handklippum.   Landsliðið í rúningi skipa þeir Julio Cesar Gutierrez bóndi á Hávarsstöðum II í Leirársveit, Hafliði Sævarsson bóndi í Fossárdal í Berufirði, Trausti Hjálmarsson bóndi í Austurhlíð í Biskupstungum og Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðarbaki í Flóa.  Aðstoðarfólk liðsins eru svo þau Guðmundur Hallgrímsson, liðsstjóri og Borgar Páll Bragason sér um samskipti við útlönd og Lilja Grétarsdóttir, eiginkona Julio sem er túlkur í ferðinni. 

Gaman er að fylgjast með landsliðinu í þessari keppnisferð.  Viðtal við Trausta má lesa á mbl.is og  svo má fara inn á heimasíðu keppninnar Golden Shears Ireland og facebook síðu keppninnar.  Við sendum landsliðinu okkar baráttukveðjur.


back to top