Humarhátíð Höfn

Humarhátíð 2013 verður 28.-30. júní, undirbúningur fyrir hátíðna er nú þegar hafinn. Vonir standa til að brottfluttir og íbúar Hornafjarðar eigi eftir að skemmta sér og sínum saman þessa helgi. Án þess að uppljóstra frá nýju þema og uppákomum sem verða að þessu sinni þá má greina frá að áhersla verður lögð á humarinn í ár.
Upphaf Humarhátíðar á Hornafirði má rekja til frumkvæðis einstaklinga og fyrirtækja sem vildu að haldin yrði árleg útihátíð á Hornafirði fyrir Hornfirðinga, brottflutta Hornfirðinga og gesti. Þetta varð að veruleika árið 1993 og það var Sveitarfélagið Hornafjörður sem fór með framkvæmd hátíðarinnar fyrstu árin en síðan tóku félagasamtök við og hafa þau með virkri þátttöku verslana, veitingastaða og fyrirtækja á Hornafirði staðið að Humarhátíð.
Undir merkjum humars hefur hátíðin verið haldin enda Höfn verið þekkt fyrir veiðar og vinnslu á humri.
Á aldarafmæli byggðar á Höfn árið 1997 var stærsta Humarhátíð sem haldin hefur verið en þá heimsóttu Hornafjörð um 4 þúsund gestir. Hátíðin hefur fest sig í sessi og er orðin miðpunktur sumars á Hornafirði og eru þeir margir sem ekki sleppa úr einni einustu hátíð.


back to top