Hrútaskráin er komin á vefinn

Hrútaskráin 2011-2012 er komin á vefinn hjá okkur. Um er að ræða bæði okkar hefðbundnu hrútaskrá þar sem hægt er að raða hrútunum eftir nafni, númeri og kynbótamati hvers eiginleika fyrir sig og svo pdf-skjöl.
Að þessu sinni birtum við þrjú pdf-skjöl, þ.e. með hrútaskránni í heild sinni og svo með hrútum hvorrar sæðingastöðvar fyrir sig.
Prentaða útgáfa hrútaskráarinnar er svo væntanleg úr prentun n.k. föstudag 18. nóvember ef allt gengur upp.

Sjá nánar:
Hrútaskrá
Hrútaskrár á pdf


Hrútaskráin er komin á vefinn

Hrútaskrá 2009-2010 er komin á vefinn. Um er að ræða tvö pdf-skjöl, annars fyrir þá hrúta sem verða í Þorleifskoti og hins vegar þá sem verða í Borgarnesi.
Prentaða útgáfa skráarinnar er svo væntanleg úr prentun á mánudaginn og þá þegar mun dreifing hennar hefjast til sauðfjárbænda og áhugamanna um sauðfjárrækt vítt um land.
(meira…)


back to top