Hraunkot heldur fast í toppsætið

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir ágúst hafa verið birtar á vef Bændasamtakanna. Afurðir á landsvísu standa nú í 5.334 kg/árskú sem eru nákvæmlega sömu afurðir og að afloknu ágúst-uppgjöri í fyrra. Hér á Suðurlandi standa afurðirnar í 5.435 kg/árskú og eru mesta í Árnessýslu eða 5.532 kg/árskú.
Hraunkot í Landbroti situr í toppsætinu með 8.079 kg/árskú en fast á eftir er Kirkjulækur í Fljótshlíð með 7.948 kg/árskú. Þriðja búið í röðinni er Reykjahlíð á Skeiðum með litlu minni afurðir eða 7.935 kg/árskú.
Nythæsta kýrin síðustu 12 mánuðina er Systa 361 á Syðri-Bægisá með 12.394 kg nyt, önnur í röðinni var Treyja 387 í Hrepphólum með 11.474 kg og hin þriðja var Stygg 318 í Gunnbjarnarholti en hún mjólkaði 11.469 kg á tímabilinu.

Sjá nánar:
Niðurstöður skýrsluhaldsins á vef BÍ


back to top