Heimsókn á Stóra-Ármót

Nú í vikunni kom Þóroddur Sveinsson kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands með nemendur frá skólanum í heimsókn á Stóra-Ármót.  Þetta voru 15 nemendur sem hófu nám í Búvísindum í haust, áfanginn sem Þóroddur kennir heitir Inngangur að búvísindum og í þeim áfanga eru vettvangsferðir hluti að náminu.  Hrafnhildur Baldursdóttir fræddi nemendur um tilraunastarfið og gengu svo um húsin og skoðuðu staðinn.  Meðfylgjandi myndir tók Þóroddur í heimsókninni.


back to top