Halló Helluvað á laugardaginn

Halló Helluvað verður laugardaginn 26. maí kl. 13.00 en þá verður kúnum á Helluvaði í Rangárþingi ytra hleypt út í sumarið langþráða. Einnig verður opið hús hjá Önnu Maríu og Ara, bændum á Helluvaði, og er öllum velkomið að koma og skoða búið. Meðal annars verða léttar veitingar í boði MS og bænda á Helluvaði auk þess sem fjárhúsin verða opin þar sem börnin fá að knúsa lömbin eftir að hafa skemmt sér yfir að horfa á kýrnar skvetta úr klaufunum.
Anna María og Ari á Helluvaði hafa opnað búið á þennan hátt í nokkur undanfarin ár og stöðugt koma fleiri til þess að sjá kýrnar fara út í sumarið eftir veturlanga inniveru. Þá er oft handagangur í öskjunni og kýrnar sletta ærlega úr klaufunum. Bændur á Helluvaði eiga mikið hrós skilið fyrir að opna búið á þennan hátt og tengja þannig saman borg og bæ.

Fyrir þá sem ekki rata að Helluvaði er keyrt í gegnum Hellu til norðurs og þá blasir Helluvað við. Nota má kortavef ja.is til þess að finna leiðina.


Sjá nánar:
Helluvað á kortavef ja.is.


back to top