Hækkun sæðingagjalda

Sæðingagjöld hjá Kynbótastöð Suðurlands hækka um 400 kr. á kú á ársgrunni. Gjaldið var 1.600 kr á kú en hækkar í 2.000 kr á kú. Greitt er af kúafjölda samkvæmt forðagæsluskýrslum, óháð fjölda sæðinga pr. kú og sæðingar á kvígum fríar. Fyrir bú með 40 kýr er þetta hækkun úr 64 þúsundum á ári, í 80 þúsund á ári.
Ástæður eru m.a. mikil hækkun á sæði og rekstrarvörum og svo eru minni fjármunir úr búnaðarlagasamningi hér á Suðurland vegna margendurtekinna ályktana frá Búnaðarþingi og aðalfundum LK um jöfnun á aðstöðumun bænda gagnvart sæðingakostnaði á landinu.


back to top