Hækkun sæðingagjalda

Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands hefur ákveðið að hækka gjald fyrir kúasæðingar. Gjaldið hefur verið óbreytt í 2 ár en á sama tíma hefur sæðið frá Nautastöðinni hækkað um 26 %. Til að mæta því eru sæðingagjöld hækkuð um 10 %. Árgjald á grip hækkar úr 2000 kr í 2200 kr og hækkun á grip ársfjórðungslega er 50 kr sem þýðir 2000 kr á búi sem greiðir af 40 gripum og á ári er hækkunin 8000 kr.


back to top