Hækkun sæðingagjalda

Á síðasta aðalfundi var svohljóðandi tillaga samþykkt.

„Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Hótel Kötlu Höfðabrekku 17.apríl 2013  leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar Kynbótastöðvar Suðurlands fyrir árið 2013 verði sæðingagjöld  kr. 2.000,- á kú og kelfda kvígu.“ 
 Breytingin er sú að nú er líka innheimt gjald fyrir kelfda kvígu.Kúafjöldi er fundinn út frá forðagæsluskýrslum en við skoðun á kelfdum kvígum út frá þeim kom fram mikið misræmi milli bæja. Því var ákveðið að reikna með 25 % ásetningshlutfalli og er það fjórðungs hækkun. Bú með 30 kýr, reiknast með 8 kelfdar kvígur. Innheimt er 2000 kr af 38 gripum, alls 76000,- kr á ári fyrir utan vsk, eða 19.000,- ársfjórðungslega. Ástæður hækkunarinnar eru m.a. lækkun framlaga úr búnaðarlagasamningi, ýmsar verðhækkanir og svo hefur Kynbótastöðin verið rekin með halla síðustu ár.
Sæðingagjöld eru innheimt ársfjórðungslega eða 4 sinnum á ári. Síðasti reikningur var fyrir apríl til júní en því miður láðist að geta um hækkunina og eru bændur beðnir velvirðingar á því. 


back to top