Hækkun á úrvinnslugjaldi lögð til

Umhverfisráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um úrvinnlsugjald þar sem meðal annars er lagt til að gjald á rúlluplpast hækki út 5 kr/kg í 12 kr/kg eða um 140%. Þessi hækkun hefur óneitanlega þau áhrif að rúlluplast mun hækka í verði. Rúlla af 750 mm plasti mun þannig hækka um 200 krónur í verði og rúlla af 500 mm plasti um 154 kr. vegna hækkunar á úrvinnslugjaldinu verði frumvarpið að lögum.
Enn fremur er lögð til hækkun á úrvinnslugjaldi á olíuvörum, aðrar en brennsluolíu, úr 13 kr/kg í 30 kr/kg eða um 130%.
Þessar breytingar hækka rekstrarkostnað við framleiðslu á þeim vörum sem byggja á gróffóðuröflun eins og mjólk og kjöt. Hækkun á úrvinnslugjaldi á rúlluplasti ein og sér mun hækka rekstrarkostnað á meðalkúabúi um nálægt 8.000 kr á ári. Sú tala er í sjálfu sér ekki há en hækkun eigi að síður og eins og máltækið segir; „Margt smátt gerir eitt stórt“..

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald


back to top