Greiðslumark næsta árs verður 116 milljónir lítra

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um greiðslumark mjólkur fyrir árið 2011. Helstu atriði hennar eru að greiðslumark ársins 2011 er 116 milljónir lítra og verðlagsárið verður fært að almanaksári. Tilhögun á C-greiðslum verður þannig að þær greiðast á innlegg í júlí til desember. Þær verða 10% í júlí, 15% í ágúst og september og 20% í október-desember.
Hlutfallsleg skipting á milli A, B og C-greiðslna er óbreytt frá fyrra ári. Heildarupphæð beingreiðslna skv. reglugerðinni verður 42,59 kr/ltr að jafnaði árið 2011.

Reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2011


back to top