Gott gengi í fjósinu

Vel hefur gengið í fjósinu undanfarið ár. Afurðir eftir árskú liggja í um 6.800 kg og efnahlutfall hefur verið gott bæði hvað varðar fitu og prótein, sjá töflu. Ársnytin er um 1.500 kg meiri á árskú á Stóra Ármóti en á meðalbúi, sem skilar auknum tekjum upp á tæpar 5 milljónir á ári m.v. 42 árskýr. Afurðastöðvarverð miðast við efnainnihald og eru tekjur Stóra Ármóts vegna þess um 850 þús. krónur umfram bú með sömu framleiðslu en með efnainnihald skv. meðaltali samlags. Flokkun mjólkur hefur einnig verið mjög góð fyrstu 8 mánuði ársins.
Þannig hafa 205 þús lítrar af 211 þús lítra framleiðslu eða 97% flokkast í úrvalsmjólk. Á ársgrundvelli gætu tekjur vegna góðrar flokkunar numið um 350 þús krónum. Samtals nema umframgreiðslur því um 1.200 þúsund krónum eða um 100 þús. krónum á mánuði. Þessi góði árangur skilar sér einnig í góðri framlegð og bættri afkomu búsins, en hagnaður ársins 2010 var 3,7 milljónir króna.
Fóðrun á Stóra Ármóti hefur miðast við að mæta þörfum gripanna á hverjum tíma að teknu tilliti til langtímaáhrifa fóðrunar og skýrir það að mestu þennan góða árangur. Efnainnihald og afurðir á landsvísu hafa aftur á móti farið lækkandi undanfarin ár og er skýringuna að finna í almennt lakari fóðrun, en samkvæmt skýrsluhaldi hefur fóðurbætisgjöf minnkað um 30% á síðustu fimm árum.

Frumutala, líftala og efnainnihald mjólkur


































































Fita


Prótein


Frumut.


Úrefni


Líftala


Ffs.


Kasein

Stóra Ármót
Sept.09 – ág.10

4,12


3,47


222


5,85


10,5


0,40


2,70

Sept.10 – ág.11

4,23


3,46


189


6,83


8,4


0,37


2,70

Meðaltal mjólkurbú
Sept.09 – ág.10

4,08


3,32


226


6,11


16,4


0,61


2,56

Sept.10 – ág.11

4,06


3,31


220


6,36


14,9


0,49


2,56


back to top