Gosið að fjara út

Eldgosið í Grímsvötnum virðist vera að fjara út. Aðeins gufustrókar koma úr gígnum á u.þ.b. mínútufresti að sögn Ásbergs Jónssonar sem staddur er við elsdstöðina ásamt 20 manna hópi frá ferðaskrifstofunni Nordic Visitor. Þetta kom fram í morgunútvarpi Rásar 2.
Veðurstofan spáir fremur hægri norðlægri átt, skýjuðu og dálítilli vætu í V-Skaftafellssýslu. Ekki er búist við miklu öskufoki.


back to top