Gæðastýringarnámskeið 14. júní n.k.

Vakin er athygli á því að fyrirhugað er að halda gæðastýringarnámskeið í sauðfjárrækt þann 14, júní n.k. á Stóra-Ármóti en ekki 18. júní eins og misritaðist í síðasta fréttabréfi. Námskeiðið hefst kl. 10.00 og því lýkur kl. 18.00.

Námskeiðið er ætluð þeim framleiðendum sauðfjárafurða sem:

– eru nýir þátttakendur og/eða hafa ekki sótt námskeið áður


– eru nýir ábúendur eða eigendur jarða, – eru að hefja sauðfjárbúskap, taka við sauðfjárbúi eða gera það síðar á þessu ári eða því næsta.

Skráning:
Þeir sem óska eftir að sækja fyrirhuguð námskeið eru vinsamlegast beðnir að skrá þátttöku til Bændasamtaka Íslands fyrir 7. júní. Unnt er að skrá þátttöku í síma 563 0300 eða á tölvupósti bella@bondi.is


 


back to top