Gæðastýring í sauðfjárrækt

Þeir bændur sem ætla að hefja gæðastýrða sauðfjárrækt árið 2009 eða þurfa endurnýja þátttöku sína verða að skila in umsóknum til Matvælastofnunar fyrir 20. nóvember n.k. Þeir sem hafa hætt þátttöku í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu eða hafa misst réttinn til álagsgreiðslna fyrir árið 2008 þurfa að sækja um endurnýjaða þátttöku ætli þeir að öðlast rétt á álagsgreiðslum fyrir næsta almanaksár (2009).
Umsóknareyðublöðin er hægt að nálgast á vef Búnaðarsambandsins með því að smella hér eða á skrifstofum Búnaðarsambandsins.

Allar nánari upplýsingar veitir sauðfjárræktarráðunautur Búnaðarsambandsins í símum 470-8083/487-4818, Þórey.


Gæðastýring í sauðfjárrækt

Umsóknarfrestur vegna endurnýjunar á þátttöku í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu er 15. desember n.k. Þeir sem hafa hætt þátttöku í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu eða hafa misst réttinn til álagsgreiðslna fyrir árið 2007 þurfa að sækja um endurnýjaða þátttöku til Búnaðarsambandsins fyrir 15. desember n.k, ætli þeir að öðlast rétt á álagsgreiðslum fyrir næsta almanaksár (2008).
(meira…)


back to top