Fyrri slætti lokið á Stóra Ármóti

Sláttur hófst á Stóra Ármóti 14. júní og má segja að fyrri slætti hafi lokið 19. júní. Hey voru með ágætum þó var uppskera mjög breytileg og hafði ásókn álfta og gæsa þar mest áhrif. 48 ha voru slegnir og af þeim fengust 662 rúllur, sem skiptast í um 475 rúllur með um 35% þ.e. ætlaðar í heilfóðrun mjólkurkúa og 190 rúllur með ca. 65% þ.e. ætlaðar í geldkýr og geldneyti. Það tún sem gaf mesta uppskeru var Skálholt, nýrækt frá því í fyrra með vallarfoxgrasi og hávingli, með 22 rúllur á ha. eða tæp 6 tonn af þurrefni.

 Bakkatúnið við Ölfusá þar sem ásókn álfta og gæsa var hvað verst gaf til samanburðar aðeins rúmlega 6 rúllur á ha.. Eins og fleiri höfum við ekki úrræði til að verjast þessari plágu.


back to top