Kýrnar á Stóra Ármóti

 

Á Stóra Ármóti eru að jafnaði 50-60 kýr í fjósi en í fjósinu eru 59 básar. S.l. ár hafa afurðir aukist jöfnum höndum. Á árinu 2003 fóru afurðir yfir 6.000 kg eftir árskú í fyrsta sinn og nálgast nú óðfluga 7.000 kg.

Efnainnihald í innleggsmjólk hefur aukist í samræmi við það fóðrunarskipulag sem keyrt er eftir nú, þ.e. fóðrun til hámarksafurða. Einkum hefur tekist að auka próteinhlutfall mjólkurinnar.

Líftala mjólkur hefur verið viðunandi undanfarin ár ef undan er skilið árið 2000 þar sem hún var í hærri kantinum að meðaltali.

Meðaltal frumutölu í mjólk er að öllu jöfnu of hátt þrátt fyrir að meðhöndlunum vegna júgurbólgu hafi fækkað, einkum vegna minni tíðni spenastiga. Baráttan við frumutöluna heldur áfram og aðgerðir þar að lútandi í gangi.

 

 

 

Tíðni helstu framleiðslusjúkdóma (hlutfall kúa með einkenni)
Sjúkdómur

2005

2006

2007

2008

2009

2010

2011

Doði

19%

12%

4,3%

4,9%

6,6%

9,3%

13,5%

Fastar hildir

4,8%

0%

2,2%

0%

0%

1,8%

0%

Legbólga

4,8%

4,8%

2,2%

1,6%

4,4%

1,8%

1,9%

Súrdoði

4,8%

2,4%

8,7%

11,4%

6,6%

7,4%

9,6%

Júgurbólga

50%

50%

44%

54%

37,3%

31,5%

12%

Dauðfæddir kálfar

16%

7%

12%

11%

14%

11%

20%

back to top