Hrossaræktarsamtök Suðurlands

Árið 1996 voru Hrossaræktarsamtök Suðurlands stofnuð í núverandi mynd með sameiningu Hrossaræktarsambands Suðurlands og deild Félags hrossabænda á Suðurlandi. Hrossaræktarsamband Suðurlands var upphaflega stofnað 1949. Félagssvæðið nær frá Hvalfjarðarbotni í vestri austur um Suðurland að Lómagnúpi í austri.

Hrossaræktarsamtökin eru búgreinafélag með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgja og þar með aðili að Félagi hrossabænda, Búnaðarsambandi Suðurlands og Bændasamtökum Íslands.

Tilgangur samtakanna:
Í 4. gr. laga samtakanna er tilgangur þeirra greindur og þar með hver helstu viðfangsefni þeirra eru:

  • Að vinna ötullega að ræktun íslenska hestsins.
  • Að vinna í samvinnu við önnur félög og stofnanir að góðu uppeldi, aðbúnaði og tamningu hrossa.
  • Að glæða áhuga fyrir hrossarækt og hestamennsku með öflugu fræðslu- og útbreiðslustarfi.
  • Að vinna að sölumálum fyrir reiðhesta og kynbótahross innanlands og erlendis og hafa um það samvinnu við aðra aðila, með það að markmiði að skapa aukin verðmæti hrossaeigendum og þjóðinni til hagsældar.
  • Að vinna að sölumálum fyrir hrossaafurðir, jafnt á innlendum sem erlendum mörkuðum, með það að markmiði að auka verðmæti afurðanna.
  • Að vinna að öðrum hagsmunamálum hrossaræktenda eftir því sem tilefni gefast.

Stjórn:

Formaður:
Sigríkur Jónsson, Syðri-Úlfsstöðum, 861 Selfoss.
Sími 487 8161, GSM 893 7970.

Ólafur Þórisson, Miðkoti, 861 Hvolsvöllur, meðstjórnandi, sími 863-7130
Katrín Sigurðardóttir, Skeiðvöllum, 851 Hella, gjaldkeri, sími 899-5619
Þórdís Erla Gunnarsdóttir, Auðsholtshjáleigu, 816 Ölfus,  meðstjórnandi. sími 868-4435

Varamenn:
Birgir Leó Ólafsson, Borg, 801 Selfoss, Páll Bragi Hólmarsson, Austurkoti, 801 Selfoss.

back to top