Gripagreiðslur

gripagreidslur

Samkvæmt mjólkursamningi 2005-2012 sem framlengur var til ársloka 2014, miðast gripagreiðslur við allt að 27.400 árskýr. Séu árskýrnar færri verður greiðsla á hvern grip hærri sem því nemur..

Hafa skal hafa í huga að sú heildartala sem reiknað er frá er fjöldi árskúa sem skráðar eru í einstaklingskerfið MARK.

 Hlutdeild hvers framleiðanda í heildarupphæð gripagreiðslna á hverju verðlagsári fer eftir fjölda árskúa hans. Gripagreiðslur greiðast mánaðarlega og er fjöldi árskúa uppfærður á fjögurra mánaða fresti. Breytingar á gripagreiðslum taka gildi tveimur mánuðum eftir að fjöldi árskúa hefur verið uppfærður.

 Gripagreiðslur skerðast ef fjöldi árskúa á lögbýli er yfir þeim mörkum sem hér greinir: 

Fjöldi árskúa Hlutfall greiðslu

1-40 kýr

100%

41-60 kýr

75%

61-80 kýr

50%

81-100 kýr

25%

101 og fleiri kýr

0%

 Samkvæmt þessum reglum fær bóndi sem er með 170 kýr ekki hærri gripagreiðslur en bóndi sem er með 100 kýr þar sem ekki eru greiddar neinar gripagreiðslur á kýr umfram 100. Ef fjöldi árskúa á lögbýli fer yfir 170 byrja gripagreiðslurnar að skerðast hlutfallslega þannig að heildargripagreiðslur á búi sem er með 171-180 kýr skerðast um 25% og þannig koll af kolli fyrir hverjar 10 árskýr sem umfram eru. Bú sem er með fleiri en 200 árskýr fá engar gripagreiðslur. Sjá meðfylgjandi töflu.

Fjöldi árskúa Skerðing

>170 – 180 kýr

25%

>180 -190 kýr

50%

>190 – 200 kýr

75%

fleiri en 200 kýr

100%

Fyrstu 40 kýrnar á hverju lögbýli fá alltaf fulla greiðslu að 170 kúm. Þannig fær bú sem er með t.d. 30 kýr fullar greiðslur, bú með 55 kýr fær fullar greiðslur vegna fyrstu 40 og síðan 75% af næstu 15 kúnum. Bú með 76 kýr fær fullar greiðslur fyrir fyrstu 40, 75% greiðslur fyrir 20 næstu kýr og loks 50% greiðslur fyrir síðustu 16 kýrnar.

Gripagreiðslur til eigenda kúa samkvæmt samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar er krónur 581 milljónir króna fyrir árið 2011 og nemur sú upphæð 10% af heildarstuðningi til kúabænda.

Hversu háar gripagreiðslurnar eru í raun fer eftir hversu margar kýr eru skráðar í gagnagrunninum MARK. Gripagreiðslur fyrir hvern grip reiknast sem hlutfall heildarupphæðar gripagreiðslna á móti heildarfjölda árskúa. Fjöldi árskúa í október 2011 er  26.212 árskýr.

 

Samkvæmt 2. gr. reglugerðar um gripagreiðslur á lögbýlum er  skilgreining á árskúm svohljóðandi.
 
„Árskýr. Meðalfjöldi einstaklingsmerktra kúa á lögbýli yfir 12 mánaða tímabil. Kýrnar verða að hafa borið að minnsta kosti einum kálfi skv. upplýsingum úr MARK.“

Hvað fæ ég í gripagreiðslur? – BSSL
Ef upp kemur valgluggi þegar smellt er á nafn excelskjalsins skal velja „Enable macros“

Til áréttingar:
Samkvæmt upplýsingum úr einstaklingsmerkingakerfinu MARK og frá búfjáreftirliti er ljóst að enn vantar lítilsháttar upp á að allir bændur hafi skilað fullnægjandi upplýsingum. Aðeins þeir sem skila fullnægjandi upplýsingum í tíma geta vænst þess að fá greiðslur. Það er því full ástæða fyrir bændur sem þetta á við um, að huga að þessum málum sem fyrst til að verða ekki fyrir tekjutapi.

Á það skal minnt að þau bú sem ekki njóta í dag beingreiðslna s.s. kjötframleiðendur þurfa að sækja um gripagreiðslur til þess að öðlast rétt til þeirra og skal fyrst greiða gripagreiðslur fyrsta dag næsta mánaðar eftir að mánuður er liðinn frá því að umsókn barst Matvælastofnun. Þetta þýðir með öðrum orðum að sæki bóndi um gripagreiðslur eftir 1. október n.k. fær hann ekki gripagreiðslur greiddar fyrr en í desember. Sækja skal um gripagreiðslur á sérstökum eyðublöðum frá Matvælastofnun sem finna má með því að smella hér. Umsóknareyðublaðið verður að prenta út og senda undirritað til Matvælastofnunarinnar á Selfossi.

 Viðurlög:

Í Reglugerð um gripagreiðslur á lögbýlum stendur í 7. grein: „Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum skv. 82. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála“.

Opinbert mál þýðir að brot á reglugerðinni geta þannig verið tilkynnt til hlutaðeigandi lögregluembætta til rannsóknar og efnismeðferðar og geta brotin varðað sektum, nema refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.

Þannig er Matvælastofnun heimilt samkvæmt fyrrgreindum lögum að beita t.d. dagsektum, allt að 5.000 krónum á dag, ef búfjáreigandi neitar eða tregðast við að láta Matvælastofnun í té umbeðnar upplýsingar. Önnur lög geta jafnvel kveðið á um þyngri refsingar. Leiki vafi á fjölda gripa sem rétt eiga á greiðslum s.s. ef árskýr eru fleiri í MARK en talning búfjáreftirlitsmanns gefur tilefni til að ætla eða ef önnur ástæða er til að véfengja upplýsingar í MARK skal búfjáreigandi njóta stöðu aðila máls í skilningi stjórnsýslulaga og gefinn 14 daga frestur til andmæla og til þess að leiðrétta skráningar sínar. Matvælastofnun er heimilt er að fresta gripagreiðslum til framleiðanda í allt að þrjá mánuði meðan á rannsókn málsins stendur.

Sjá einnig:
Mjólkursamningur 2005-2012
Reglugerð um gripagreiðslur á lögbýlum nr. 567/2006
Gripagreiðslur – Umsóknareyðublað

 

 

back to top