Verklag við uppgjör – aðgerðaröð

Í lok hvers bókhaldstímabils (árs) þarf að framkvæma nokkra verkþætti.

 

Mælt er með eftirfarandi framvindu við uppgjör ársins:

Fyrsti hluti

1. Bóka allar venjulegar færslur fyrir desember.

  • Uppfæra söludagbækur
  • Uppfæra launadagbækur í fjárhag

 2. Prenta út ársreikning / saldólista (vinnusaldó) og nota sem vinnuplagg.

 3. Stemma af bókhaldsreikninga.

  • Tekjureikninga við afurðamiða (ef hægt er)
  • Tékkareikning (Vísa – sjóður)
  • Lánadrottna
  • Skuldunauta
  • Skuldabréf
  • Laun og ýmislegt ógreitt
  • Land og hlunnindi (ef bókfært á fasteignamati)

 4. Eignir. Fara yfir eignalista, gæta þess að eignahreyfingar séu komnar inn, skrá út ónýtar eignir í færslubók og reikna og bóka fyrningar.

 Annar hluti (m.v. 2004 getur breyst lítillega 2005)

Að afstemmingum loknum er mælt með eftirfarandi aðgerðaröð við uppgjörsvinnslur í dkBúbót:

1. Áður en farið er í að opna landbúnaðarframtalið er gott að prenta RSK 4.08 skýrslu en hún er unnin undir liðnum Fjárhagur – Framtal. Skýrslan sýnir hvernig forritið flytur stöður á bókhaldsreikningum inn á framtalseyðublöðin. Efst í skýrslunni koma bókhaldslyklar sem ekki hafa tengingu við RSK 4.08 og áður en skýrslan er áfram er haldið verður að tengja þá lykla við framtal á tilhlýðilegan hátt. Hér er líklega yfirleitt um að ræða lykla sem hafa verið stofnaðir frá því að notkun forritsins hófst. Tengingin er unnin á hverjum lykli fyrir sig í gegn um valið Fjárhagur – Bókhaldslyklar og síðan er viðkomandi lykill valinn.

2. Næsta skref er að velja vinnsluna RSK 4.08 sem er Landbúnaðarskýrsla. Skýrslan opnast með þremur blöðum, samræmingarblaði RSK 5.04, RSK 4.08r1 og Bústofnsskýrslu RSK 4.08r2. Nú vinnum við upplýsingar um B-in þrjú, bústofn, birgðir og bifreiðakostnað inn á framtalsblöðin í næstu þremur liðum.

3. Upplýsingar um bústofn skráðar á aftasta blað framtalsins, RSK 4.08r2.
4. Upplýsingar um birgðir rekstrarvara skráðar á framtalið sjálft, RSK 4.08r1.
5. Bifreiðakostnaður reiknaður út. Valið er eyðublað fyrir bifreiðakostnað í Aukablöð – bifreiðakostnaður RSK 4.03.
Kostnaði vegna bifreiðar sem bæði er notuð í eigin þágu og vegna atvinnurekstrar skal gera grein fyrir á eyðublaðinu RSK 4.03, Rekstraryfirlit fólksbifreiðar. Kostnaði vegna rekstrar bifreiðar skal skipt milli einkanota og atvinnurekstrar eftir notkun hennar í samræmi við reglur sem koma fram á RSK 4.03. Eyðublaðinu RSK 4.03 skal skila með landbúnaðarskýrslunni og þá einu eyðublaði fyrir hverja einstaka fólksbifreið.
Munið að nota eitt blað fyrir hverja bifreið.

6. Þegar lokið hefur verið við að skrá upplýsingar um bústofn, birgðir og bifreiðir þarf að fara í valliðinn Fjárhagur – Framtal – Uppgjör úr fjárhag. Þá verður til dagbók sem inniheldur færslur á birgðabreytingu, bústofnsbreytingu, endurmatshækkun bústofns og bifreiðakostnaði.
Þessa dagbók þarf að villuleita og uppfæra.

7. Nú er bókhald ársins alveg fullbúið og best að skrifa út ársreikning í valliðnum Fjárhagur – Ársreikningur – Ársreikningur.
8.
Ef einhver aukablöð þarf að vinna, svo sem húsbyggingarskýrslu þá er valið Aukablöð og síðan viðkomandi skýrsla og síðan fyllt út. Það skiptir reyndar ekki höfuðmáli hvenær í ferlinu þessi liður er unninn.
9. Nú er komið að því að opna framtalið að nýju og lesa inn gögn frá bókhaldi. Vinnslur – Lesa inn gögn frá bókhaldi. Með ársreikninginn til hliðsjónar er best að ganga úr skugga um að allt hafi skilað sér inn á framtal með því að líta á tölurnar hagnaður/tap og Eigið fé. Sé ekki um misræmi að ræða er hægt að halda áfram en annars er best að staldra við og reyna að finna hvar mismunurinn liggur.

Aðvörun!!! Ef þið verðið vör við villu eða misræmi milli raunveruleika og framtals eða bókhalds og framtals þá skal leiðrétta það í gegnum dagbókarskráningu og lesa síðan aftur inn frá bókhaldi. Ef leiðrétt er handvirkt á framtalseyðublaði skapar það misræmi sem veldur skekkju í bókhaldinu og upplýsingum sem fluttar eru til næsta árs og kemur í bakið á manni við næsta uppgjör.

10. Í nýjustu útgáfu af dkBúbót bættist við valliðurinn Vinnslur – Lesa inn frá Eignaskrá 4.01 og einnig þarf að fara í þá vinnslu annars verður samanburðartafla virðisaukaskatts ekki rétt. Aðgætið hvort talan Fyrningar alls eða Eignir skv. eignaskrá 4.01 í framtali breytast við þessa vinnslu. Ef svo er þá er misræmi milli eignakerfis og fjárhagsbókhald sem verður að rekja og lagfæra.
11. Nú verður að handfæra nokkrar upplýsingar inn á framtalið áður en því er að fullu lokið.

  • Landnúmer
  • Afdreginn fjármagnstekjuskattur – færist í reit undir töflunni Eignir á RSK 4.08r1.
  • Bókfært verð fasteigna skv. Eignaskrá 4.01 og Fasteignamat sömu eigna færist í töfluna Skattalegar færslur/leiðréttingar á eign á RSK 4.08r1.
  • Í töflunni, Uppgjör virðisaukaskatts, þarf að færa inn Sölu undanþegna virðisaukaskatti skv. 12. grein skv. bókhaldinu og síðan einnig veltu, útskatt og innskatt samkvæmt innsendum virðisaukaskattskýrslum.Athugið að ekki er þörf á að skila Samanburðarskýrslu virðisaukaskatts RSK 10.25, þessi tafla kemur í stað hennar.
  • Á samræmingarblaði RSK 4.05 þarf síðan að skipta reiknuðu endurgjaldi milli búsaðila og barna þeirra og setja inn upplýsingar um annan rekstur eftir atvikum.

     

     

    Að lokinni framtalsgerð er best að muna eftir því að færa upphafsstöður milli ára og einnig því að skila búreikningum til Hagþjónustu landbúnaðarins.

    Sigurður Eiríksson,
    hagfræðiráðunautur
    Bændasamtaka Íslands

 

back to top