Fundur í stjórn Stóra Ármóts ehf. 29. mars 2012

Stjórnarfundur í stjórn Stóra Ármóts ehf. haldinn 29. mars 2012

Á fundinn sem haldinn var í fundarsal Búnaðarsambandsins mættu Guðbjörg Jónsdóttir, Jón Jónsson, Egill Sigurðsson og Gunnar Kr. Eiríksson. Þórir Jónsson mætti í forföllum Ragnars Lárussonar. Endurskoðendurnir Jón Rafnar Þórðarson og Halldór Arason ásamt félagskjörnu skoðunarmönnunum, þeim Hrafnkeli Karlssyni og Ólafi Kristjánssyni og Ólafi Þór Þórarinssyni, bókara, sátu fundinn undir liðnum ársreikningar. Þá sat Sveinn Sigurmundsson fundinn.

1. Guðbjörg og Sveinn greindu frá fundi sem þau áttu með Ágústi Sigurðssyni og Jóhannesi Sveinbjörnssyni LbhÍ um aukið samstarf við Búnaðarsambandið um tilraunastarf á Stóra Ármóti í nautgriparækt. Fjósið á Hvanneyri á að nýtast í kennslu og í sambandi við orkumál. Mjólkurframleiðslu á Möðruvöllum verður hætt á árinu.

2. Ársreikningar Stóra Ármóts ehf voru lagðir fram. Reksturinn á Stóra Ármóti gekk vel. Rekstrartekjur upp á 46,7 milljónir, rekstragjöld 42,1 milljónir og hagnaður rúmar 3 milljónir. Búreksturinn gekk vel og var í góðu jafnvægi. Langtímaskuldir í árslok eru 14,8 milljónir. Mikil verðmæti og langt umfram það sem fram kemur í ársreikningum liggja í jörðinni, byggingum, framleiðslurétti, hita- og veiðiréttindum, vélum, bústofni ofl. En aðalatriðið er að öflugt tilraunastarf sé rekið á staðnum. Reikningarnir voru undirritaðir og samþykktir.

3. Fyrstu drög að deiliskipulagi fyrir íbúðarhúsalóðir á Stóra Ármóti var lagt fram.

Sveinn Sigurmundsson, fundarritari


back to top