Fréttir frá Sauðfjársæðingastöðinni

Djúpfrysting á hrútasæði hófst um miðjan nóvember og lauk nú á mánudaginn. Alls voru frystir 2285 skammtar úr 29 hrútum sem er ágætis viðbót við þá tæplega 7000 skammta sem til eru. Pantanir á frystu sæði til Noregs liggja fyrir fáist útflutningsleyfi. Sæðistaka gekk vel og tókst að ná nothæfu sæði úr öllum hrútunum. Afgreiðsla á fersku sæði hefst sunnudaginn 1. desember.

Hægt er að panta sæði fyrir 1. desember í síma 480-1800 eða hjá Sveini Sigurmundssyni í símum 480-1801 eða 894-7146.  Þegar afgreiðsla er hafin má panta í síma 482-1920 fyrir kl. 9 á morgnana, eða senda póst deginum áður á netfangið sveinn@bssl.is.  Pantanir utan Suðurlands þurfa að berast með góðum fyrirvara og æskilegt að þær fari í gegnum búnaðarsamböndin.  Fyrir Austur-Skaftafellssýslu (ekki Öræfi eða Suðursveit) sér Grétar Már Þorkelsson um pantanir í síma 864-6487.  Bændur eru hvattir til að vanda pantanir.  


back to top