Fréttir af Sauðfjársæðingastöð Suðurlands

Nú eru allir nýir hrútar sem teknir hafa verið inn á sauðfjársæðingastöðvarnar þetta árið komnir í Þorleifskot. Í gær mættur ráðunautar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Eyþór, Lárus og Eyjólfur og skrifuðu lýsingu á hrútunum og Emma frá Landbúnaðarháskóla Íslands skoðaði og gæðamat ullina. Alls eru þetta 21 hrútar. Hyrndir eru 11 talsins, forystuhrútur og svo er mikil endurnýjun í kollóttu hrútunum en þar kom 9 nýir hrútar. Sæðistaka og djúpfrysting á sæði hefst innan skamms. Skipting milli stöðvanna verður svo ákveðin fljótlega.

Forysturhútur:
10-917 Ami frá Vestralandi, Öxarfirði
Hyrndir hrútar:
10-918 Drumbur frá Bjarnastöðum, Öxarfirði. Keyptur frá Gilsbakka, Öxarfirði.
10-919 Höfðingi frá Leiðólfsstöðum, Laxárdal.
10-920 Kölski frá Svínafelli (Víðihlíð), Öræfasveit.
11-921 Putti frá Álftavatni, Snæfellsnesi.
11-922 Tjaldur frá Sandfellshaga 1, Öxarfirði.
12-923 Danni frá Sveinungsvík, Þistilfirði.
12-924 Jóker frá Laxárdal, Þistilfirði.
12-925 Vörður frá Hriflu, Þingeyjarsveit.
13-926 Hvati frá Hesti, Borgarfirði.
13-927 Kjarni frá Brúnastöðum, Fljótum.
13-928 Lækur frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum.
Kollóttir hrútar:
09-929 Heydalur frá Heydalsá, Steingrímsfirði (Guðjón Sigurgeirsson). Keyptur frá Bassastöðum, Steingrímsfirði.
09-930 Hreinn frá Heydalsá, Steingrímsfirði (Ragnari og Sigríði). Keyptur frá Svertingsstöðum 2, Eyjafjarðarsveit.
10-931 Radix frá Hjarðarfelli, Snæfellsnesi. Keyptur frá Möðruvöllum, Hörgárdal.
10-932 Safír frá Brjánslæk, Barðaströnd.
11-933 Faldur frá Bassastöðum, Steingrímsfirði. Keyptur frá Melum 1, Árneshreppi.
12-934 Hnallur frá Broddanesi 1, Kollafirði. Keyptur frá Melum 1, Árneshreppi.
12-935 Skafti frá Melum 1, Árneshreppi.
12-936 Sproti frá Melum 2, Árneshreppi. Keyptur frá Litlu-Ávík, Árneshreppi.
13-937 Þoku-Hreinn frá Heydalsá, Steingrímsfirði (Ragnari og Sigríði).


back to top