Frá fræðslufundum í sauðfjárrækt

Fræðslufundir Búnaðarsambands Suðurlands í sauðfjárræktinni fóru fram 27. og 28. mars síðast liðinn. Mæting var ágæt í flestum sýslunum og sköpuðust nokkrar umræður um erindi Eyjólfs Ingva frá BÍ sem fjallaði um útreikninga á einkunnum í skýrsluhaldinu í sauðfjárrækt. Veturgamlir hrútar árin 2010 og 2011 voru verðlaunaðir fyrir sláturlömb og fylgja myndir af verðlaunahöfum hér með. Upplýsingar um verðlaunahrútana eru komnar á síðuna undir „Sauðfjárrækt“ og „Niðurstöður hrútasýninga“.
Fóðurblandan gaf verðlaunaplattana fyrir árið 2010 en Sláturfélag Suðurlands gaf verðlaunaplattana fyrir árið 2011.
Kaffiveitingar voru í boði Fóðurblöndunar, Kraftvéla, Búaðfanga og Búnaðarsambands Suðurlands.

Sjá nánar:
Stigahæstu veturg. hrútar fyrir sláturlömb 2010
Stigahæstu veturg. hrútar fyrir sláturlömb 2011

















Verðl. A-Skaft.2010. Frá vinstri: Laufey í Lækjarhúsum, Sigurbjörn á Smyrlabjörgum og Bjarni á Fornustekkum.

Verðl. A-Skaft. 2011: Frá vinstri: Jón á Kirkjubraut 62, Örn á Hofi og Marteinn í Ártúni.

Verðl. V-Skaft. 2010. Frá vistri: Margrét á Mýrum og Harpa Ósk á Herjólfsstöðum. Á myndina vantar Tómas á Litlu-Heiði.

Verðl.V-Skaft. 2011: Frá vinstri: Lilja á Borgarfelli og Elín Heiða í Úthlíð.

Verðl. Rang. 2010: Frá vinstri: Guðrún í Saurbæ, Sigurður í Ytri-Skógum og Ólafur á Herríðarhóli.

Verðl. Rang 2011: Frá vinstri: Vignir á Hemlu og Sigurjón á Efstu-Grund.

Verðl. Árn. 2010: Frá vinstri: Sigríður í  Arnarholti, Þorsteinn og Magnús í  Haukholtum.

Verðl. Árn. 2011: Frá vinstri: Inga á Björk og Auður á Hömrum.


back to top